Category Archives: Vesturland

Mottumarstónleikar Söngbræðra í Borgarneskirkju

Karlakórinn Söngbræður verður með tónleika í Borgarneskirkju fimmtudaginn 27. mars næstkomandi. Tónleikarnir eru í samvinnu við Krabbameinsfélag Borgarfjarðar í tilefni Mottumars. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt og hressileg og sex kórfélagar syngja einsöng. Undirleikari er Heimir Klemensson og stjórnandi Viðar Guðmundsson.
Aðgangseyrir kr. 2.000 og tónleikarnir hefjast kl. 20.30.

Powered by WPeMatico

Skipulagslýsing – Stóra Brákarey

Skipulagslýsing vegna breytinga á
aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, þéttbýlisuppdráttur Borgarness, breytt landnotkun í Stóru-Brákarey

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2014 að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Um er að ræða breytta landnokun í Stóru-Brákarey samkvæmt uppdrætti og greinargerð dagssettri 26. febrúar 2014.
Lýsingin liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 24. mars 2014 til 2. apríl 2014 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 2. apríl 2014 kl. 15.00 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is

Sjá lýsinguna hér
Lulu Munk Andersen
skipulags- og byggingarfulltrúi

Powered by WPeMatico

Fundur hjá Hollvinum Borgarness

Hollvinir Borgarness (fyrrum Neðribæjarsamtökin) efna til fundar þriðjudaginn 26. mars kl. 17.15 á Sögulofti Landnámsseturs.
Það er margt sem þarf að ræða og skipuleggja. Samtökin hvetja alla þá sem eru með hugmyndir að verkefnum eða málefnum til að mæta. Verkefni sem íbúar geta tekið sig saman um að vinna til hagsbóta fyrir Borgarnes og bæjarbúa.
Drög að dagskrá:1. Samþykkt Hollvina Borgarness í tengslum við nafnabreytinguna
2. Hreinsunarátak – samstafsverkefni Grunnskólans og félagasamtaka í Borgarnesi3. Brákarhátíð – skipað í verkefnastjórnir hinna ýmsu verkefna4. www.visitborgarnes.is – búið að virkja – hvernig á að nýta?5. Önnur mál – orðið frálst
Allir velkomnir!

Powered by WPeMatico

Framhaldsskólanemar fá frítt í sund og þreksal

Nú stendur yfir verkfall framhaldsskólakennara og óvíst hve lengi það varir.
Ákveðið hefur verið að Borgarbyggð bjóði öllum framhaldsskólanemendum í Menntaskóla Borgarfjarðar og nemendum í öðrum skólum sem eiga lögheimili í Borgarbyggð, frítt í sund og þreksali sem sveitarfélagið rekur, á meðan að á verkfalli stendur. Þetta gildir eingöngu á skólatíma og eru framhaldsskólanemendur hvattir til að notfæra sér þetta boð.

Powered by WPeMatico

Útboð – Bílaplan við Reykholtskirkju

Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í verkið:

Bílaplan við Reykholtskirkju
Endurnýjun á klæðningu

Verkið er fólgið í því að fjarlægja núverandi yfirborðslag, setja plan í réttar hæðir og halla og klæða með olíumöl.
Helstu magntölur eru:

Endurnýjun á klæðningu

2400

m2

Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti, hægt er að óska eftir gögnum á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið jokull@borgarbyggd.is frá og með föstudeginum 21. mars 2014.Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 4. apríl 2014, kl. 11.00.

Jökull Helgason
Forstöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs

Powered by WPeMatico

Útboð – Göngubrú við Suðurnesklett

Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í verkið:

Göngubrú við Suðurnesklett, Borgarnesi
Stál- og timburvirki
Verkið er fólgið í því að smíða og setja upp göngubrú við Suðurneskletta í Borgarnesi.
Helstu magntölur eru:

Stál

9,537

kg

Brúargólf úr timbri

72

m2

Klætt timburhandrið

95

m

Steyptar undirstöður

6,3

m3

Bergboltar

9

stk

Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti, hægt er að óska eftir gögnum á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið jokull@borgarbyggd.is frá og með fimmtudeginum 20. mars 2014.Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 3. apríl 2014, kl. 14.00.

Jökull Helgason
Forstöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs

Powered by WPeMatico

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ungmennafélags Íslands er til 1. apríl. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að finna inn á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is undir styrkir.
Tilgangur sjóðsins er m.a.að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild.
Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlega verkefna hreyfingarinnar. Nánari upplýsingar um sjóðinn er annars að finna undir styrkir á heimasíðu UMFÍ.

Powered by WPeMatico

Kraftmiklir frumkvöðlar á Akranesi

Atvinnu- og ferðamálanefnd Akraneskaupstaðar stóð fyrir frumkvöðlakvöldi á Gamla Kaupfélaginu og má með sanni segja að kvöldið hafi heppnast afar vel. Yfir eitt hundrað manns mættu á fundinn sem haldinn var mánudagskvöldið 17. mars.
Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður atvinnu- og ferðamálanefndar opnaði fundinn og kynnti markmið fundarins sem er haldinn í kjölfar stefnumótunarfundar um atvinnumál sem var haldinn í lok nóvember á síðasta ári. Fjölmargar hugmyndir kviknuðu á þeim fundi sem verið er að vinna að víðsvegar í samfélaginu.
Fyrst tók til máls Karen Emilía Jónsdóttir sem rekur heildsöluna Kaja Organic hér á Skaganum. Karen fjallaði um tækifærin sem felast í framleiðslu á lífrænt vottuðum matvælum. Næstur til máls var Magnús Freyr Ólafsson sem fjallaði um sjóstangaveiði en hann hefur stofnað félagið Akranes Adventures og hyggst bjóða uppá sjóstangaveiði í sumar þar sem siglt verður úr Akraneshöfn. Næst stigu á svið systkynin Helga Ingibjörg og Kristján Hagalín en þau ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum stofnuðu nýlega fyrirtækið Wild West Tours sem mun bjóða uppá ævintýraferðir um Vesturland en fyrirtækið er staðsett á Akranesi. Að lokum tók Ketill Már Björnsson til máls og kynnti hugmyndina Ísland í 3vídd og Akranes á kortið. Hugmyndin gengur fyrst og fremst út á að gera líkan af Íslandi í hlutföllunum 1 á móti 4000 þannig að fólk gæti gengið t.d. inn í firði og dali. Hann hefur látið hanna teikningu af húsnæði undir líkanið og telur svæðið þar sem sandþróin er í dag henta best fyrir starfsemina.
Eftir hlé steig Rakel Pálsdóttir söngkona á svið og flutti dásamlegan söng fyrir gesti. Því næst var komið að örkynningum frá fulltrúum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Frumkvöðla- og nýsköpunarsetursins Hugheima, Frumkvöðlasetursins á Bifröst og Samtakanna Vitbrigði Vesturlands. Kynntu þeir allir starfsemi sína og tóku við spurningum úr sal.
Fundarstjóri var Sævar Freyr Þráinsson fulltrúi í atvinnu- og ferðamálanefnd.

Powered by WPeMatico

Úthlutað úr Menningarsjóði Borgarbyggðar

Úthlutað hefur verið úr Menningarsjóði Borgarbyggðar. Við skoðun á umsóknum var lögð áhersla á grasrótarstarf í héraði. Umsóknir voru alls 22 talsins og hljóðuðu upp á ríflega 4,5 milljónir. Úthlutað var kr. 1.620.000 til 15 verkefna. Eftirtaldir hlutu styrk úr sjóðnum:

Reykholtskórinn

Kórastarf

Gleðigjafar

Kórastarf

IsNord

Tónlistarhátíð

Samkór Mýramanna

Kórastarf

Söngbræður

Kórastarf

Ljómalind

Endurmenntun í menningararfi

Tónlistarfélag Borgarfjarðar

Tónleikahald

Ungmennafélag Stafholtstungna

Allt í plati – leikrit

Leikdeild Skallagríms

Stöngin inn – leikrit

Ungmennafélag Reykdæla

Ert‘ ekki að djóka – revía

Ríkharður Mýrdal

Vefsíða um Hörð Jóhannesson

Danshópurinn Sporið

Kynningarnámskeið í þjóðdönsum

Hafsteinn Þórisson

Afmælistónleikar

Sigrún Elíasdóttir

Heimildaöflun um Bjarna Viborg

Powered by WPeMatico