Category Archives: Vesturland

“Ljósið í myrkrinu” – sýning í Safnahúsi

Í Safnahúsi Borgarfjarðar stendur nú yfir sýning um Þórð Jónsson (1874-1962) frá Mófellsstöðum. Þórður var stórmerkur maður og afrek hans kraftaverki líkust. Ljós hans í myrkrinu var að geta smíðað vandaða og nytsama gripi þrátt fyrir algert sjónleysi frá unga aldri.
Sýningin er í anddyri bókasafns. Þar má sjá smíðisgripi Þórðar, muni úr eigu hans, ljósmyndir og fróðleik.
Veitt er leiðsögn í Safnahúsi ef óskað er.

Powered by WPeMatico

Starfsstyrkir UMSB og Borgarbyggðar

Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki UMSB og Borgarbyggðar. Umsóknir má senda á netfangið umsb@umsb.is og er umsóknarfrestur til 1. maí 2014. Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og skilyrði er að finna á www.umsb.is. Einnig veitir Pálmi upplýsingar í síma 869-7092.

Powered by WPeMatico

Stöngin inn í Lyngbrekku

Leikdeild Umf Skallagríms frumsýndi söng- og gamanleikinn Stöngin inn í Lyngbrekku síðastliðinn föstudag. Stöngin inn er bráðskemmtilegt nýtt verk eftir Guðmund Ólafsson leikara. Verkið var frumflutt fyrir ári hjá sameiginlegu leikfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar var sú uppfærsla tilnefnd athyglisverðasta leiksýning áhugaleikfélaganna árið 2013 og var í kjölfarið sýnd í Þjóðleikhúsinu.
Leikarar á sviðinu eru sextán talsins og þar af eru átta nýliðar hjá leikdeildinni en alls koma yfir þrjátíu manns að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Falleg og fjörug Abbalög leika stórt hlutverk í sýningunni. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson, Birna Hafstein stýrir dansatriðum og Steinunn Pálsdóttir stjórnar hljómsveit.

Powered by WPeMatico

Akraneskaupstaður semur við Gámaþjónustu Vesturlands ehf

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar hf. undirrituðu samning í dag um snjómokstur á Akranesi. Samningurinn gildir til 1. maí 2017.
Akraneskaupstaður bauð snjómoksturinn út í febrúar síðastliðnum. Gert var ráð fyrir fjölgun smærri tækja í útboðinu heldur en verið hefur sem eiga að nýtast betur á göngustígum. Alls tóku fimm fyrirtæki þátt í útboðinu og var Gámaþjónustan með lægsta tilboðið. Gámaþjónustan mun sjá um snjómokstur og hálkuvarnir á götum, torgum og gönguleiðum á Akranesi og tekur hún strax til starfa.

Powered by WPeMatico

Samþykkt breytt deiliskipulag fyrir Fossatún, verslunar- og þjónustusvæðis í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn samþykkti 13. febrúar 2014 breytinfu á deiliskipulagi fyrir Fossatún, verslunar- og þjónustusvæði. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga 123/2010.
Eftir auglýsingu var samþykkt neðangreind breyting skipulagsuppdrætti og greinagerð dags. 29.11 2013 með síðari breytingum dags. 03.02.2014 sbr. ósk eigenda.

Powered by WPeMatico

Tónleikum frestað

Tónleikum með Ellen Kristjánsdóttur, Eyþóri Gunnarssyni og dætrum sem vera áttu í Landnámssetrinu föstudagskvöldið 14. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Eyþór, sem er einn af meðlinum Mezzoforte, verður að spila við afhendingu tónlistarverðlauna í Hörpu þetta sama kvöld.
Þau munu halda tónleika í Landnámssetri síðar og verða þeir auglýstir þegar nær dregur.

Powered by WPeMatico

Hjálparsími Rauða krossins – 1717

Hálparsíminn sem úrræði í íslensku samfélagi
Þegar mikið mæðir á og fólk hefur engan til að tala við um sín hjartans mál í trúnaði er Hjálparsími Rauða krossins ætíð til staðar. Hjálparsíminn hefur staðið vaktina fyrir þá sem líða illa frá árinu 2004 og eru þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar hans alltaf á vaktinni og tilbúnir að veita sálræna aðstoð og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru.
Hjálparsíminn vill minna landsmenn á þann stuðning sem hann veitir í gegnum númerið 1717. Hjálparsíminn er fyrir alla þá sem þurfa að ræða málin en einkunnarorð hans eru hlutleysi, skilningur, nafnleysi og trúnaður. Síminn er opinn allan sólarhringinn, allt árið um kring og er gjaldfrjáls. Það birtist ekki á símareikningnum að hringt hafi verið í 1717. Á síðasta ári tók Hjálparsíminn á móti tæplega 15 þúsund símtölum.

Powered by WPeMatico

Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum

Alma ÓmarsdóttirÞriðjudaginn 11. mars flytur Alma Ómarsdóttir fyrirlestur um vinnuheimilið, sem starfrækt var á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal á heimsstyrjaldarárunum 1941-1942. Fyrirlesturinn verður í Hátíðarsal Snorrastofu í Reykholti og hefst kl. 20.30.
Alma lauk á sínum tíma meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og hafði samskipti stúlkna við erlenda hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að viðfangsefni og hvernig yfirvöld brugðust við þeim. Við rannsókn sína fékk hún aðgang að gögnum Ungmennaeftirlitsins og Ungmennadómstólsins, sem rannsökuðu og dæmdu í málum stúlkna en hafði einnig undir höndum gögn vinnuskólans að Kleppjárnsreykjum.

Powered by WPeMatico