Category Archives: Vesturland

Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur

Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka.Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar.
Umsókn þarf að fylgja:
Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. sex mánaða.
Staðfest ljósrit af skattframtölum þeirra sem búa í íbúðinni.
Launaseðlar þeirra sem búa í íbúðinni.
Hafi fylgigögnum verið skilað áður þá hafið samband við starfsmann; ingibjorg@borgarbyggd.iss: 4337100..
Umsóknum skal skilað í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, en einnig er hægt að sækja um á heimasíðu sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is

Powered by WPeMatico

Þorrablót í Lindartungu 8. febrúar

Þau leiðu mistök urðu í síðasta fréttabréfi Borgarbyggðar að þorrablót Kolhreppinga í Lindartungu var boðað þann 2. febrúar n.k. Þetta er alls ekki rétt – Kolhreppingar ætla að blóta þorra föstudaginn 8. febrúar með tilheyrandi gleði og gamni í Lindartungu.
Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Powered by WPeMatico

Málþing um gróðurelda

Málþing um gróðurelda verður haldið í Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 17. janúar. Meðal frummælenda eru Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands og Jón Viðar Matthíasson framkvæmdastjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Á málþinginu verður lögð áhersla á að ræða og miðla upplýsingum um leiðir til að auka viðbúnaðargetu slökkviliða með samstarfi sveitarfélaga og stofnana og skilgreina ábyrgð sveitarfélaga og annarra stjórnvalda.
Fjallað verður um reynsluna af baráttu við gróðurelda, lagt mat á möguleika slökkviliða til að ráða niðurlögum þeirra og rætt um hvaða úrbóta er þörf hvað varðar mönnun slökkviliða, búnað þeirra og fjárhagslega áhættu sveitarfélaga af völdum gróðurelda.
Einnig verður fjallað um aðgerðir til forvarna og áhrif gróðurelda á náttúruna.

Dagskrá og skráning

Powered by WPeMatico

Lýsing á tillögu að deiliskipulagi í Borgarbyggð

Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir fólkvanginn í Einkunnum í landi Hamars í Borgarbyggð sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsáformin eru í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 og voru þau samþykkt á 90. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 13.09.2012.
Fyrirhuguð deiliskipulagstillaga nær m.a. til 272 hektara svæðis sem var friðlýst af umhverfisráðherra árið 2006 en í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 er svæðið skilgreint sem náttúruverndarsvæði og landbúnaðarsvæði.

Powered by WPeMatico

Laust starf við leikskólann Hnoðraból

Leikskólakennari óskast til starfa við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal frá og með 1. febrúar 2013. Um er að ræða 90 % stöðu. Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða starfsmann með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 16-18 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 5-6 starfsmenn.

Powered by WPeMatico

Opnunartími í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar um jól og áramót

Um jól og áramót verður opið í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar sem hér segir:

Sundlaugin í Borgarnesi
23. des. Þorláksmessa, opið kl. 9 – 18
24. des. Aðfangadagur, opið kl. 9 – 12 Lifandi tónlist á milli kl. 10 -11
25. des. Jóladagur, lokað
26. des. Annar í jólum lokað
31. des. Gamlársdag, opið kl. 9 – 12
1. janúar Nýársdagur, lokað

Sundlaugin á Varmalandi lokuð

Sundlauginn á Kleppjárnsreykjum
23. des Þorláksmessa, lokað
24. des. Aðfangadagur, lokað
25. des. Jóladagur, lokað
26. des Annar í jólum, lokað
27. des opið kl. 9 – 16 og 19 – 21
28. des opið kl. 9 – 16
31. des Gamlársdag, lokað
1. janúar Nýársdagur, lokað

Powered by WPeMatico

Auglýsing um deiliskipulagstillögu Litla Hrauns

Auglýsing um deiliskipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu vegna Litla-Hrauns, Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Litla-Hrauns í Borgarbyggð sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Tilefni deiliskipulagsgerðar eru áform um uppbyggingu á jörðinni Litla-Hrauni sem er gamalt lögbýli en verið hefur í eyði. Gert er ráð fyrir að endurnýja gamla húsakostinn á Litla-Hrauni og afmarka að auki tvær lóðir fyrir íbúðarhús, aðra við gamla býlið en hina nokkuð sunnar.

Powered by WPeMatico