Category Archives: Vesturland

Lokaskýrslur til Menningarsjóðs Borgarbyggðar

Snemma árs veitti Menningarsjóður Borgarbyggðar styrki fyrir árið 2012 til menningarverkefna í Borgarbyggð. Samkvæmt reglum sjóðsins ber styrkhöfum að skila inn skýrslu um verkefni sín fyrir árslok. Þeir styrkhafar sem ekki hafa sent inn eru hér með minntir á að senda skýrslur sínar til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar, 320 Reykholt sem allra fyrst eða í síðasta lagi 15. janúar.

Powered by WPeMatico

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í 10. sinn þriðjudaginn 5. febrúar næstkomandi. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi um stefnumótun á netinu með eftirfarandi málstofum:
• Netið og skólinn
• Uppeldi og netið
• Samfélagsmiðlar
• Tækni og öryggi
• Lagaumhverfi
Málþingið verður haldið á Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð og verður nánar auglýst síðar.

Powered by WPeMatico

Sorphirðudagatal 2013

Beðist er velvirðingar á því að sorphirðudagatal 2013 hefur ekki enn borist íbúum Borgarbyggðar. Það verður sent með fréttablaðinu ,,Íbúanum” til allra íbúa um leið og upplýsingar, um hvaða daga áætlað er að hirða sorpið, hafa borist frá sorphirðuverktakanum sem Borgarbyggð er með samning við.

Powered by WPeMatico

Þrettándagleði í Borgarnesi

Frá Bjögunarsveitinni Brák og Borgarbyggð:
Komum saman í Englendingavík

Við kveðjum jólin með glæsilegri flugeldasýningu í Borgarnesi á þrettándanum, sunnudaginn 6. janúar.
Dagskráin hefst í Englendingavík kl. 17.30 með söng og gleði, en þeir kappar Orri og Halli Hólm sjá til þess að allir skemmti sér. Úr Englendingavík verður frábært að fylgjast með flugeldasýningunni, en auk þess að skjóta upp af bryggjunni í Brákarey mun Björgunarsveitin Brák líka vera með sýningu í Litlu-Brákarey.

Við vekjum athygli á því að ekki eru mörg bílastæði við Brákarsund og því er upplagt að skilja bílinn eftir heima og rölta í Englendingavík eða nýta sér bílstæði við þjónustustofnanir í gamla miðbænum. Á meðan á flugeldasýningunni stendur verður umferð í Brákarey takmörkuð. Flugeldasýningin í Brákarey kemur í stað þrettándabrennu sem undanfarin ár hefur verið á Seleyri.
Allir velkomnir

Powered by WPeMatico

Grænfánanum flaggað á Hvanneyri

Föstudaginn 25. janúar síðastliðin var grænfánanum flaggað í 6. sinn á Hvanneyri. Hvanneyrardeild Skólinn á Hvanneyri er annar tveggja skóla sem hefur verið með frá upphafi verkefnisins en grænfánanum var fyrst flaggað við Andakílsskóla á skólaslitum 4. júní 2002.

Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Nánar má sjá um verkefni undir tenglinum Grænfáni á síðu Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar. www.gbf.is

Powered by WPeMatico

Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur

Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka.Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar.
Umsókn þarf að fylgja:
Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. sex mánaða.
Staðfest ljósrit af skattframtölum þeirra sem búa í íbúðinni.
Launaseðlar þeirra sem búa í íbúðinni.
Hafi fylgigögnum verið skilað áður þá hafið samband við starfsmann; ingibjorg@borgarbyggd.iss: 4337100..
Umsóknum skal skilað í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, en einnig er hægt að sækja um á heimasíðu sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is

Powered by WPeMatico