Fundur hjá Hollvinum Borgarness

Hollvinir Borgarness (fyrrum Neðribæjarsamtökin) efna til fundar þriðjudaginn 26. mars kl. 17.15 á Sögulofti Landnámsseturs.
Það er margt sem þarf að ræða og skipuleggja. Samtökin hvetja alla þá sem eru með hugmyndir að verkefnum eða málefnum til að mæta. Verkefni sem íbúar geta tekið sig saman um að vinna til hagsbóta fyrir Borgarnes og bæjarbúa.
Drög að dagskrá:1. Samþykkt Hollvina Borgarness í tengslum við nafnabreytinguna
2. Hreinsunarátak – samstafsverkefni Grunnskólans og félagasamtaka í Borgarnesi3. Brákarhátíð – skipað í verkefnastjórnir hinna ýmsu verkefna4. www.visitborgarnes.is – búið að virkja – hvernig á að nýta?5. Önnur mál – orðið frálst
Allir velkomnir!

Powered by WPeMatico