Skipulagslýsing – Stóra Brákarey

Skipulagslýsing vegna breytinga á
aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, þéttbýlisuppdráttur Borgarness, breytt landnotkun í Stóru-Brákarey

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2014 að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Um er að ræða breytta landnokun í Stóru-Brákarey samkvæmt uppdrætti og greinargerð dagssettri 26. febrúar 2014.
Lýsingin liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 24. mars 2014 til 2. apríl 2014 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 2. apríl 2014 kl. 15.00 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is

Sjá lýsinguna hér
Lulu Munk Andersen
skipulags- og byggingarfulltrúi

Powered by WPeMatico